ABOUT

CGFC consists of

Arnar Geir Gústafsson, Movement Sculptor

Birnir Jón Sigurðsson, Pleasure Composer

Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Space Designer

and Ýr Jóhannsdóttir, Visual Balance Artist.

Performance/Installation group CGFC was founded in the summer of 2015 and has since then produced various installations and performances, showing all over Iceland and all countries in Scandinavia except Denmark, but the members have some danish friends so hopefully they will get there soon. It aims at sharing fun moments with its audience and experimenting with space, colours and textiles.


img_20160713_112318

_ _ _ _

Manifesto

Hugur þinn og persóna eru mótuð af allri reynslu þinni og upprunalegum eiginleikum þínum. Á sama hátt reynir maður að kynnast sviðslistinni eins og sjálfum sér, því hún er góður vinur hvers sem er opinn fyrir henni án fordóma.

Við höfum öll performerað í ýmsum hópum og haft gaman af. Þá þarf maður að taka sérstakt tillit til félaga sinna eins og í öllum fjöldasöng og það er skemmtilegt að byggja saman raddir í sviðverki. En þegar við sýnum saman með CGFC gerum við það eins og okkur er sjálfum eðlilegast og getum þá alls ekki munað opinberar reglur heimsmenningarinnar.

Margir telja að það sé svo mikilvægt fyrir listamenn að skapa sinn eigin stíl, en ekki höldum við að neinn geri það nema að litlu leiti viljandi. Ef menn reyna einhver skelfing að til að skapa stíl teljum við að þeim sé farið eins og ljósmóður sem ekki hefur neitt barn að taka á móti. Þessi stíll eða hinn er eitthvað sem kemur af sjálfu sér a.m.k. fyrstu 100 árin, en er þó það sem sker sig úr svo eftir er tekið.

Fólk situr allt í einu uppi með það að það slítur meira hælnum á hægri skó að það kallar sig sósíalista eða kapítalista af því að það vill geta valið á milli einhvers sem er 5% mismunur á og sumum mönnum fara buxurnar þannig að það er eins og þeir séu alltaf með þær á hælunum, þótt sniðið sé það alvenjulegasta.

Það getur verið stíll í göngulagi, orðbragði, söng og yfirleitt allflestu, en sem betur fer hefur hver einstaklingur sína skoðun á því, sinn sannleika. Við erum stundum spurð að því hvers vegna við séum að skapa og performera sviðsverk. Við gerum það vegna þess að við höfum gaman að því og okkur langar til þess. Öll sviðslist er gleði, jafnvel þótt undirrótin sé frá dýpstu sorg, og okkur finnst gleðin skipta mestu máli í þessari hraðfleygu leikhúsferð okkar um jörðina.

Við glottum innanundir þegar við hugsum til þess sem sviðslistin og diskóið hafa fengið okkur til að taka þátt í. Við höfum performerað í 7 klukkustundur samfleitt sama verkið fyrir feikn fjörugum dansi heima í Kópavogi, í Rotary og Lionsklúbbum, kjörbúð á flugvellinum í Osló, við opnun málverkasýningar, í kirkju, næturklúbbum og dansstöðum, inni í eldgíg Surtseyjar, í Klaksvík í Færeyjum, á Spáni og í Danmörku, Hamraborg, Kristianssand í Noregi, á öræfum, fyrir öskukalla á Stöðvafirði, í milljónamæringaklúbb á Seyðisfirði, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, í Kaktus á Akureyri, allskonar skemmtunum og prakkarasamkomum, á elliheimilum, brúðkaupi og fuglabjörgum svo eitthvað sé nefnt.

Innblásturinn og innihaldið í verkum okkar kemur frá mörgum stöðum. Þau er ekki gerð til þess að þóknast neinum hóp fólks, en sýna ef til vill það sem okkur þykir skemmtilegast á sviði sviðslista og innsetninga hér og nú og við vonum að við eigum félaga.

Hamraborg 2017

CGFC

Webp.net-gifmaker (3)